PDF forritun

Helstu kostir PDF skjala eru örugg formgerð og mikil gæði í útprentun, án tillits til mismunandi gerða stýrikerfa og prentara.

Acrobat forritun varðveitir þessa vel þekktu kosti PDF skjala og opnar um leið möguleika til að gera þau gagnvirk og gera þau virk í vinnuflæði fyrirtækja og stofnana.

Acrobat forritun er einnig hentugur og hagkvæmur kostur fyrir sjálfvirka skjalavinnslu þega efni er sótt í gagnagrunna og ætlað til útprentunar.

 

Dæmi um gagnvirk PDF skjöl og notkunarmöguleika:

Umsóknir, samningar og önnur gagnvirk eyðublöð.
Hægt er að setja inn á eyðublöð valmöguleika og villuprófanir, gera þau sendanleg, vistanleg og undirskrifanleg rafrænt. Einnig er mögulegt að hengja við þau rafræn fylgiskjöl. Hægt er að setja inn í þau reikniforrit og láta þau taka við greiðslum inn á veflæga posa.

Gagnvirkt kennslu- og kynningarefni.
PDF skjöl eru jafn vel fallin til miðlunar á efni sem ætlað er til útprentunar og á efni sem er ætlað til svörunar, annað hvort í formi valmöguleika eða útfyllingar textareita. Þau geta innihaldið sjálfstætt efni, svo sem bæklinga, Powerpoint kynningar eða margmiðlunarefni.

Vk hugbúnaður tekur að sér smíði á gagnvirkum PDF skjölum (eða endurnýjun á eldri skjölum) og getur séð um að tengja upplýsingar úr þeim við upplýsingakerfi og gera að virkum þætti í vinnuflæði.

 

Gagnagrunnstengd skjalavinnsla
Upplýsingar sem sóttar eru í gagnagrunna eru í fæstum tilfellum tilbúnar til birtingar án frekari vinnslu. Með Acrobat forritun er mögulegt er að fullvinna efni með sjálfvirkum hætti, svo sem skýrslur eða aðrar upplýsingar, þannig að það sé tilbúið til prentunar og/eða veflægrar birtingar.
Með Acrobat forritun er hægt að

  • Setja inn sjálfvirkar þýðingar, formála eða skýringartexta
  • Breyta uppsetningu efnis, kaflaskiptum, leturgerð og fyrirsögnum
  • Setja inn lógó og laga efni að útliti fyrirtækis eða stofnunar
  • Fella út hluta upplýsinga eða setja þær í nýtt samhengi
  • Bæta inn reikniferlum og birta tölulegar upplýsingar í myndrænu formi


Það getur verið hagkvæmt að úthýsa PDF verkefnum til VK hugbúnaðar. Við það vinnst eftirfarandi:

  • Sérhæfð PDF þekking. Við þekkjum viðfangsefnið og höfum ýmsar lausnir á takteinum sem geta verið endurnýtanlegar að hluta. Þetta hefur í för með sér aukna hagkvæmni sem viðskiptavinir okkar njóta góðs af.
  • Víðtæk forritunarreynsla. Við getum fylgt verkinu eftir alla leið og aðstoðað við að tryggja fulla virkni PDF skjala í því hugbúnaðarumhverfi sem þeim er ætlað.
  • Betri tíma- og mannauðsnýting. Forritun fyrir PDF skjöl krefst mjög sérhæfðrar þekkingar. Með því að úthýsa verkinu til VK hugbúnaðar er hægt er að verja tímanum í þau viðfangsefni sem PDF skjölunum er ætlað að leysa í stað þess að eyða honum í skjölin sjálf.

 

Joomla veflausnir

Joomla kerfin bjóða upp á frábærar lausnir á mörgum sviðum.

Póstlistakerfi, pöntunarkerfi, bókunarkerfi, vörulistar, myndagallerí, innri vefir, spjalltorg, markaðstorg, kerfi fyrir matreiðsluvefi, samskiptavefi og margt fleira...

Skoða ...