Um VK

VK hugbúnaður hóf starfsemi á árinu 2002 og var stofnaður af fólki sem þegar hafði margra ára reynslu af internetinu.

Fyrirtækið hefur unnið að gríðarlega fjölbreyttum forritunarverkefnum og internetlausnum í gegnum tíðina, bæði innanlands og erlendis, en sérhæfir sig einkum í frjálsum hugbúnaði og hvers konar stuðningi við hann, svo sem vefhýsingu með stuðningi, vefumsjón og netþjónaumsjón.

Við höfum margra ára reynslu af mörgum vinsælustu kerfunum sem byggja á frjálsum hugbúnaði, svo sem Joomla og WordPress kerfunum, sem eru notuð fyrir vefsíðugerð og margar tegundir veflausna, og Prestashop og Magento kerfunum, sem eru einhver bestu kerfi sem völ er á fyrir vefverslanir í dag.

VK lausnir byggja á mikilli þekkingu og reynslu af frjálsum hugbúnaði. Þær eru faglegar og öruggar og jafnframt eru þær iðulega með hagkvæmustu lausnum sem völ er á.

Viðskiptastefna VK er í stuttu máli að forðast alla yfirbyggingu en leitast þess í stað við að lágmarka verð og hámarka gæði til sinna viðskiptavina og veita þeim afbragðs góða og persónulega þjónustu.

Einfaldar heimasíður

Einfaldar, ódýrar en mjög öflugar síður í nýjasta Joomla kerfinu.
Auðveld uppfærsla.
Endalausir stækkunarmöguleikar.
Engin mánaðargjöld - Ótrúlegt verð!

Skoða ...