Bókunarkerfi

Eignastu þitt eigið kerfi og losnaðu við mánaðargjöld og kommissjónir!

Fremstu Joomla bókunarkerfin eru með bestu kerfum sem völ er á í dag á því sviði – hvort sem miðað er við frjálsan eða lokaðan hugbúnað.

Hægt er að finna góðar lausnir fyrir hótel og gistiheimili og einnig lausnir fyrir aðila sem reka margar einingar á mismunandi stöðum, svo sem íbúðir eða sumarhús eða fleiri en eitt hótel eða gistiheimili.

Joomla kerfi geta boðið upp á sérstakan stjórnendaaðgang fyrir hverja einingu fyrir sig. Slíkar lausnir geta t.d. hentað aðilum í samstarfi eða þeim sem reka ferðavefi.

Kerfin henta jafnframt mjög vel fyrir sölu á ferðum og hvers konar ferðatengdri þjónustu.

Meðal þess sem bestu kerfin bjóða upp á er:

 • Kraftmikil bókunarvél og fjölbreyttir leitarmöguleikar.
 • Hægt að taka við greiðslum á netinu með PayPal eða með millifærslum.
 • Hægt að ákvarða staðfestingargjöld.
 • Sjálfvirkur útreikningur á gengi. Væntanlegir gestir geta séð verð í sínum gjaldmiðli.
 • Reikningakerfi sem birtir sundurliðað verð á rauntíma. Möguleiki á mismunandi skattlagningu (t.d. eftir tegundum þjónustu).
 • Mögulegt að bæta við sölumöguleikum til viðbótar, svo sem á morgunverði eða aukaþjónustu, ferðum, afþreyingu eða nánast hverju sem er.
 • Sveigjanlegir verðlagningarmöguleikar. Hægt að miða verð við fjölda einstaklinga eða við herbergi (eða íbúð/hús).
 • Hægt er að setja upp mismunandi tegundir gesta þannig að ákveðnir hópar, t.d. börn, fái sjálfvirkan afslátt.
 • Hægt að bóka fleiri en eitt herbergi í einu.
 • Hægt að setja upp viðbótarmöguleika fyrir einstaklinga, þannig að ef ekkert einstaklingsherbergi er laust sé hægt að bóka 2ja manna herbergi á sama verði. Þetta getur jafnvel verið mismunandi eftir herbergjum.
 • Hægt er að setja inn sérstakar upplýsingar og myndir fyrir hvert herbergi fyrir sig.
 • Þrifaskema
 • Mögulegt að veita séraðgang að vefumsjón fyrir ákveðnar eignir í kerfinu.
 • Með áskriftarkerfi getur þú tekið gjald fyrir skráningu eigna á þínum vef.
 • Með þóknunarkerfi getur þú innheimt gjald fyrir hverja bókun sem er gerð í gegnum vefinn.

Vantar þig heimasíðu og bókunarkerfi?  Með vefsíðum frá VK fylgir 30% afsláttur af Joomla bókunarkerfi.

Sendu okkur fyrirspurn og við svörum þér við fyrsta tækifæri!

Veföryggi

VK hugbúnaður hefur sinnt veföryggi fyrir Joomla vefsíður síðan 2008. Vefsíður okkar eru alltaf vandaðar og öruggar en ef þér er umhugað um hámarks öryggi mælum við með VK vefhýsingu með ábyrgð.

Vefhýsing með stuðningi

Hýsingu hjá VK hugbúnaði fylgir full ábyrgð á heimasíðu svo lengi sem hýsingin varir. Auk þess er innifalinn frír stuðningur...

Skoða ...

Vefumsjón

Vefumsjónarþjónusta VK hugbúnaðar kallast „Vefstjóri til leigu“. Eins og nafnið bendir til er þjónustan sveigjanleg og til þess hugsuð að mæta ólíkum þörfum...

Skoða ...

Joomla vefumsjónarkerfi

Joomla er annað vinsælasta vefumsjónarkerfi heims árið 2012, næst á eftir WordPress (heimild Wikipedia). Þegar kemur að veflausnum og alhliða möguleikum er Joomla líklega öflugasta kerfi sem völ er á.

Skoða

Vefsíðuleiðarvísir

Prýðilegt hjálpartæki ef þú ert að velta fyrir þér nýrri heimasíðu eða þarft að endurnýja gamla!

Þú færð hugmyndir og góða yfirsýn yfir möguleikana.

Skoða