Pöntunarkerfi

Kerfi fyrir tímapantanir, pantanir á ferðum og afþreyingu, eða hvers konar pantanir á tækjum, þjónustu, húsnæði eða aðstöðu. . .

Oft er hægt að slá tvær flugur í einu höggi með góðu pöntunarkerfi: bæta samskipti og þjónustu við viðskiptamenn og spara vinnu við umsjón pantana innan fyrirtækisins eða stofnunarinnar.

Margar mjög þróaðar lausnir eru í boði fyrir þarfir á mismunandi sviðum. Meðal þess helsta sem pöntunarkerfi bjóða upp á er:

  • Gafísk yfirlit um lausa tíma fyrir allar tegundir þjónustu.
  • Hægt að búa til mismunandi flokka pantana – svo sem eftir staðsetningu húsnæðis, tegundum tækja eða tegundum ferða.
  • Hægt að búa til mismunandi tegundir þjónustu fyrir hvern flokk pantana.
  • Hægt að setja inn val um viðbótaratriði við það sem er innifalið í hverri tegund þjónustu.
  • Kostnaður reiknaður eftir tegund þjónustu með viðbótaratriðum og/eða tímalengd.
  • Gott umsjónarkerfi í bakenda með yfirlitum yfir notendur og pantanir.
  • Staðfestingarpóstur með yfirliti um pöntun og völdum texta.
  • Vefpóstur eða SMS til að minna á pöntun.

Sendu okkur fyrirspurn um pöntunarkerfi og við svörum þér við fyrsta tækifæri!

Veföryggi

VK hugbúnaður hefur sinnt veföryggi fyrir Joomla vefsíður síðan 2008. Vefsíður okkar eru alltaf vandaðar og öruggar en ef þér er umhugað um hámarks öryggi mælum við með VK vefhýsingu með ábyrgð.

Vefhýsing með stuðningi

Hýsingu hjá VK hugbúnaði fylgir full ábyrgð á heimasíðu svo lengi sem hýsingin varir. Auk þess er innifalinn frír stuðningur...

Skoða ...

Vefumsjón

Vefumsjónarþjónusta VK hugbúnaðar kallast „Vefstjóri til leigu“. Eins og nafnið bendir til er þjónustan sveigjanleg og til þess hugsuð að mæta ólíkum þörfum...

Skoða ...

Joomla vefumsjónarkerfi

Joomla er annað vinsælasta vefumsjónarkerfi heims árið 2012, næst á eftir WordPress (heimild Wikipedia). Þegar kemur að veflausnum og alhliða möguleikum er Joomla líklega öflugasta kerfi sem völ er á.

Skoða

Vefsíðuleiðarvísir

Prýðilegt hjálpartæki ef þú ert að velta fyrir þér nýrri heimasíðu eða þarft að endurnýja gamla!

Þú færð hugmyndir og góða yfirsýn yfir möguleikana.

Skoða