Umræðutorg

Lifandi umræðutorg er mikið verðmæti fyrir hverja vefsíðu. Það þýðir að notendur munu heimsækja síðuna reglulega, umferð eykst og textar munu safnast upp sem hafa mikil áhrif á leitarvélar.

Það er þó nauðsynlegt að hafa í huga að það þarf þó nokkra umferð til að koma af stað umræðutorgi og það getur kostað einhverja vinnu. Oftast er nauðsynlegt að styðja við það, sérstaklega í byrjun, með því að svara spurningum og skapa nýja spjallþræði.

En ef þú hefur vinsæla vefsíðu sem byggir t.d. á sameiginlegu áhugamáli notenda þá er þetta möguleiki sem er sjálfsagt að nýta.

Joomla vefumsjónarkerfið býður upp á mjög þróaðar lausnir á þessu sviði. Meðal mögulegra eiginleika eru:

  • Möguleiki fyrir notendur að setja inn persónuupplýsingar (profile), m.a. með mynd, og tenglum inn á samskiptasíður sem þeir nota(Facebook, Twitter, g1...)
  • Mögulegt að hlaða upp myndum í skilaboð
  • Hægt að fella You Tube myndbönd inn í skilaboð
  • Sjálfvirk skilaboð til umsjónarmanns þegar nýir notendur skrá sig.
  • Möguleiki á einkasamræðum (eingöngu sýnilegar umsjónarmanni)
  • Stillingar fyrir leitarvélar (titlar, metalýsingar, lykilorð)

Sendu okkur fyrirspurn um umræðutorg og við svörum þér við fyrsta tækifæri!

Veföryggi

VK hugbúnaður hefur sinnt veföryggi fyrir Joomla vefsíður síðan 2008. Vefsíður okkar eru alltaf vandaðar og öruggar en ef þér er umhugað um hámarks öryggi mælum við með VK vefhýsingu með ábyrgð.

Vefhýsing með stuðningi

Hýsingu hjá VK hugbúnaði fylgir full ábyrgð á heimasíðu svo lengi sem hýsingin varir. Auk þess er innifalinn frír stuðningur...

Skoða ...

Vefumsjón

Vefumsjónarþjónusta VK hugbúnaðar kallast „Vefstjóri til leigu“. Eins og nafnið bendir til er þjónustan sveigjanleg og til þess hugsuð að mæta ólíkum þörfum...

Skoða ...

Joomla vefumsjónarkerfi

Joomla er annað vinsælasta vefumsjónarkerfi heims árið 2012, næst á eftir WordPress (heimild Wikipedia). Þegar kemur að veflausnum og alhliða möguleikum er Joomla líklega öflugasta kerfi sem völ er á.

Skoða

Vefsíðuleiðarvísir

Prýðilegt hjálpartæki ef þú ert að velta fyrir þér nýrri heimasíðu eða þarft að endurnýja gamla!

Þú færð hugmyndir og góða yfirsýn yfir möguleikana.

Skoða