Get ég uppfært allt á síðunni með Joomla vefumsjónarkerfinu?

Get ég uppfært allt á síðunni með Joomla vefumsjónarkerfinu?

Já, það eru í rauninni engin takmörk fyrir því hvað er hægt að uppfæra í Joomla kerfinu. Það er þægilegt að uppfæra fréttir, greinar og myndir í galleríum, svo dæmi sé tekið, og eins eru flest kerfi sem gerð eru fyrir Joomla mjög þægileg í uppfærslu.

Þó getur þurft að huga að ákveðnum atriðum, ekki síst á forsíðunni. Þar er yfirleitt þægilegt að skipta um myndir, t.d. myndir í „haus“, en það geta verið ákveðin atriði sem erfitt er að uppfæra. Þess vegna getur verið skynsamlegt að huga að því í upphafi hvaða svæði mun þurfa að uppfæra reglulega og hver ekki.

Joomla vefumsjónarkerfi

Joomla er annað vinsælasta vefumsjónarkerfi heims árið 2012, næst á eftir WordPress (heimild Wikipedia). Þegar kemur að veflausnum og alhliða möguleikum er Joomla líklega öflugasta kerfi sem völ er á.

Skoða

Joomla veflausnir

Joomla kerfin bjóða upp á frábærar lausnir á mörgum sviðum.

Póstlistakerfi, pöntunarkerfi, bókunarkerfi, vörulistar, myndagallerí, innri vefir, spjalltorg, markaðstorg, kerfi fyrir matreiðsluvefi, samskiptavefi og margt fleira...

Skoða ...

Vefsíðuleiðarvísir

Prýðilegt hjálpartæki ef þú ert að velta fyrir þér nýrri heimasíðu eða þarft að endurnýja gamla!

Þú færð hugmyndir og góða yfirsýn yfir möguleikana.

Skoða