Hvað er leitarvélabestuð heimasíða?

Hvað er leitarvélabestuð heimasíða?

Leitarvélabestun má skipta á tvo hluta: annars vegar þann hluta sem snýr að vefsíðunni sjálfri og hins vegar þann hluta sem snýr almennt að internetinu (sjá nánar í kaflanum um leitarvélabestun).

Þegar talað er um leitarvélabestaða heimasíðu er yfirleitt átt við að síðan sjálf sé gerð þannig úr garði að hún geti náð hárri skráningu á leitarvélum fyrir það efni sem áhersla er lögð á, þ.e. ef samkeppnisumhverfið er ekki þeim mun erfiðara.
Þetta felur í sér í stórum dráttum að síðan sé samhæfð að þeim aðferðum sem leitarvélar nota til að greina efni og raða eftir mikilvægi. Þessi vinna tekur til forritunarþátta, byggingar síðu, uppsetningar á efni og textaritunar.

Þess má geta að með leitarvélabestuðum heimasíðum frá VK hugbúnaði fylgir bestunarkerfi í stjórnborði sem auðveldar alla þessa vinnu eftir að grunnurinn hefur verið lagður. Einnig fylgir ráðgjöf fyrir vefstjóra. Það er í rauninni ekki svo flókið að ná umtalsverðum árangri í leitarvélabestun þegar línur hafa verið lagðar rétt í byrjun.

Joomla vefumsjónarkerfi

Joomla er annað vinsælasta vefumsjónarkerfi heims árið 2012, næst á eftir WordPress (heimild Wikipedia). Þegar kemur að veflausnum og alhliða möguleikum er Joomla líklega öflugasta kerfi sem völ er á.

Skoða

Joomla veflausnir

Joomla kerfin bjóða upp á frábærar lausnir á mörgum sviðum.

Póstlistakerfi, pöntunarkerfi, bókunarkerfi, vörulistar, myndagallerí, innri vefir, spjalltorg, markaðstorg, kerfi fyrir matreiðsluvefi, samskiptavefi og margt fleira...

Skoða ...

Vefsíðuleiðarvísir

Prýðilegt hjálpartæki ef þú ert að velta fyrir þér nýrri heimasíðu eða þarft að endurnýja gamla!

Þú færð hugmyndir og góða yfirsýn yfir möguleikana.

Skoða