Hvað kostar að færa gamla vefsíðu yfir í Joomla kerfið?

Hvað kostar að færa gamla vefsíðu yfir í Joomla kerfið?

Það er nokkuð misjafnt og fer eftir því hve viðamikil vefsíðan er, hversu mörg kerfi eru á síðunni og hvernig hönnuninni er háttað.

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þegar talað er um að „færa“ vefsíðu úr öðru kerfi yfir í Joomla þá er í rauninni verið að gera nýja vefsíðu. Hins vegar er verðið mun lægra en þegar um algjörlega nýja vefsíðu er að ræða (a.m.k. hjá VK hugbúnaði) og það stafar fyrst og fremst af tvennu: það felst mikið hagræði í því fyrir veffyrirtæki að geta gengið að öllu efni vísu og það sparar líka tíma við hönnun að geta einfaldlega „hermt eftir“ hönnun sem er þegar til staðar.

VK hugbúnaður hefur mikla reynslu af því að flytja síður úr öðrum kerfum yfir í Joomla og leitast við að halda verði í lágmarki. Ef þú vilt fá frá okkur nákvæma tölu þá er besta leiðin að heimsækja kaflann „Vefsíðuleiðarvísir“, velja „Eldri vefsíða er til staðar“ og fá frá okkur tilboð.

Joomla vefumsjónarkerfi

Joomla er annað vinsælasta vefumsjónarkerfi heims árið 2012, næst á eftir WordPress (heimild Wikipedia). Þegar kemur að veflausnum og alhliða möguleikum er Joomla líklega öflugasta kerfi sem völ er á.

Skoða

Joomla veflausnir

Joomla kerfin bjóða upp á frábærar lausnir á mörgum sviðum.

Póstlistakerfi, pöntunarkerfi, bókunarkerfi, vörulistar, myndagallerí, innri vefir, spjalltorg, markaðstorg, kerfi fyrir matreiðsluvefi, samskiptavefi og margt fleira...

Skoða ...

Vefsíðuleiðarvísir

Prýðilegt hjálpartæki ef þú ert að velta fyrir þér nýrri heimasíðu eða þarft að endurnýja gamla!

Þú færð hugmyndir og góða yfirsýn yfir möguleikana.

Skoða