Hvað merkir að síða sé „sýnileg“ eða „finnanleg“ á netinu ?

Hvað merkir að síða sé „sýnileg“ eða „finnanleg“ á netinu ?

Það er í rauninni mjög óljóst hvað átt er við.

Betri leitarvélar finna allar síður sem settar eru á netið og lista þær í sínum skrám þannig að þær eru í sjálfu sér sýnilegar. En ef þín heimasíða kemur upp á bls. 20 á Google þegar slegið er inn leitarorðum sem eiga við þína starfsemi þá eru ekki miklar líkur á að margir rekist á hana.

Allar vefsíður frá VK hugbúnaði eru auðsiglanlegar fyrir leitarvélar, og þar með "sýnilegar" ef við kjósum að nota það orðalag.  En stundum þarf meira til, það fer eftir samkeppnisumhverfinu.  Stundum er það tiltölulega auðvelt, stundum er það erfiðara, hvert tilvik þarf að meta sérstaklega.  Til að fá innsýn í þetta mál gætir þú til dæmis kíkt á kaflann okkar um leitarvélabestun.

Joomla vefumsjónarkerfi

Joomla er annað vinsælasta vefumsjónarkerfi heims árið 2012, næst á eftir WordPress (heimild Wikipedia). Þegar kemur að veflausnum og alhliða möguleikum er Joomla líklega öflugasta kerfi sem völ er á.

Skoða

Joomla veflausnir

Joomla kerfin bjóða upp á frábærar lausnir á mörgum sviðum.

Póstlistakerfi, pöntunarkerfi, bókunarkerfi, vörulistar, myndagallerí, innri vefir, spjalltorg, markaðstorg, kerfi fyrir matreiðsluvefi, samskiptavefi og margt fleira...

Skoða ...

Vefsíðuleiðarvísir

Prýðilegt hjálpartæki ef þú ert að velta fyrir þér nýrri heimasíðu eða þarft að endurnýja gamla!

Þú færð hugmyndir og góða yfirsýn yfir möguleikana.

Skoða