Hverjir eru helstu kostir og gallar við að nota frjálsan hugbúnað?

Hverjir eru helstu kostir og gallar við að nota frjálsan hugbúnað?

Ef við tökum kostina fyrst, þá eru þessir bæði augljósir og mikilvægir: Frjáls hugbúnaður er yfirleitt ókeypis eða á mjög sanngjörnu verði og honum fylgja engin mánaðargjöld. Í annan stað þá fylgir sjálfstæði frjálsum hugbúnaði, notandinn er ekki háður ákveðnum aðila heldur getur hann valið um samstarfsfyrirtæki, því fleiri sem kerfið er vinsælla. Í þriðja lagi þá koma margir að þróun hugbúnaðarins, umræður eru opnar og margir reiðubúnir að lagfæra galla sem upp kunna að koma. Framtíðarþróun og stuðningur er því öruggari en þegar aðeins eitt fyrirtæki stendur að hugbúnaðinum.

Gallarnir eru helstir þeir að þegar kemur að mjög sérhæfðum lausnum eru ýmis kerfi ófullkomin og það getur tekið tíma og þekkingu að vinsa úr öllum þeim fjölda kerfa sem boðið er uppá. Í sumum tilfellum verður einfaldlega að viðurkenna að frjáls hugbúnaður er ekki enn orðinn samkeppnisfær við góð lokuð kerfi.

Joomla vefumsjónarkerfi

Joomla er annað vinsælasta vefumsjónarkerfi heims árið 2012, næst á eftir WordPress (heimild Wikipedia). Þegar kemur að veflausnum og alhliða möguleikum er Joomla líklega öflugasta kerfi sem völ er á.

Skoða

Joomla veflausnir

Joomla kerfin bjóða upp á frábærar lausnir á mörgum sviðum.

Póstlistakerfi, pöntunarkerfi, bókunarkerfi, vörulistar, myndagallerí, innri vefir, spjalltorg, markaðstorg, kerfi fyrir matreiðsluvefi, samskiptavefi og margt fleira...

Skoða ...

Vefsíðuleiðarvísir

Prýðilegt hjálpartæki ef þú ert að velta fyrir þér nýrri heimasíðu eða þarft að endurnýja gamla!

Þú færð hugmyndir og góða yfirsýn yfir möguleikana.

Skoða