Hverjir nota Joomla?

Hverjir nota Joomla?

Á síðari árum hefur aðdáendum Joomla farið ört fjölgandi meðal stærri fyrirtækja, háskóla og ríkisstofnana. Á árinu 2010 byrjuðu fyrstu stofnanir Sameinuðu Þjóðanna að nota kerfið.

Meðal alþjóðlegra stórfyrirtækja sem nota Joomla má til dæmis nefna: E-Bay, Barnes & Noble, General Electric, IKEA, Pizza Hut og McDonalds.

Fjölmargir háskólar og menningarstofnanir hafa notað Joomla um nokkurt skeið, þar á meðal Princeton og Harward og Guggenheim safnið. Í dag er Joomla notað af þúsundum virtra ríkisstofnana út um allan heim. Til að fá einhverja hugmynd um notendaflóruna gætir þú haft gaman af að kíkja á vídeó um "Þúsundir ríkisstofnana sem nota Joomla". Það má nálgast hér.

Joomla vefumsjónarkerfi

Joomla er annað vinsælasta vefumsjónarkerfi heims árið 2012, næst á eftir WordPress (heimild Wikipedia). Þegar kemur að veflausnum og alhliða möguleikum er Joomla líklega öflugasta kerfi sem völ er á.

Skoða

Joomla veflausnir

Joomla kerfin bjóða upp á frábærar lausnir á mörgum sviðum.

Póstlistakerfi, pöntunarkerfi, bókunarkerfi, vörulistar, myndagallerí, innri vefir, spjalltorg, markaðstorg, kerfi fyrir matreiðsluvefi, samskiptavefi og margt fleira...

Skoða ...

Vefsíðuleiðarvísir

Prýðilegt hjálpartæki ef þú ert að velta fyrir þér nýrri heimasíðu eða þarft að endurnýja gamla!

Þú færð hugmyndir og góða yfirsýn yfir möguleikana.

Skoða