Heimasíðugerð

Gerðu það sjálf/ur!

VK hugbúnaður styður við þá sem vilja smíða sína eigin Joomla heimasíðu en skortir einhverja kunnáttu – eða kannski bara tíma – til að smíða hana frá grunni. Við leggjum til þá umgjörð og þann stuðning sem stundum er nauðsynlegur til að dæmið klárist.

  • Við hjálpum þér að velja vandað templeit sem er prófað af VK og hentar fyrir síðuna.
  • Við setjum templeitið upp á VK undirléni þar sem þú getur unnið í síðunni með FTP aðgangi.
  • Við veitum ráðgjöf um kennsluefni á netinu.
  • Við flytjum síðuna á endanlegt lén þegar hún er tilbúin.

Ef þú strandar á einhverjum atriðum getum við tekið að okkur afmarkaða verkþætti gegn mjög sanngjörnu tímagjaldi.

Sendu okkur fyrirspurn um „gerðu það sjálf/ur“ pakka og við svörum þér við fyrsta tækifæri!


Joomla vefumsjónarkerfi

Joomla er annað vinsælasta vefumsjónarkerfi heims árið 2012, næst á eftir WordPress (heimild Wikipedia). Þegar kemur að veflausnum og alhliða möguleikum er Joomla líklega öflugasta kerfi sem völ er á.

Skoða

Joomla veflausnir

Joomla kerfin bjóða upp á frábærar lausnir á mörgum sviðum.

Póstlistakerfi, pöntunarkerfi, bókunarkerfi, vörulistar, myndagallerí, innri vefir, spjalltorg, markaðstorg, kerfi fyrir matreiðsluvefi, samskiptavefi og margt fleira...

Skoða ...