Textaþjónusta

Þegar textar eru ritaðir fyrir vefsíður þarf að hafa í huga tvo lesendahópa sem eru mjög ólíkir: fólk og tölvur...

Það er að sjálfsögðu fyrrnefndi hópurinn sem allt snýst um og er hinn eiginlegi viðtakandi textans. Aðlögun texta að leitarvélum (mikilvægur þáttur í svonefndri leitarvélabestun ) hefur aðeins það afmarkaða (en bráðnauðsynlega) hlutverk að heimasíða verði sýnileg og finnanleg á vefnum. Það er því nauðsynlegt að öll textagerð sem snýr að leitarvélum sé unnin á smekklegan hátt, án þess að trufla hinn almenna lesanda og gera vefsíðuna fráhrindandi.

Vandaður texti er nauðsynlegur þáttur vefsíðu sem er ætlað að vekja tiltrú og velvilja lesanda, jafnframt því að koma upplýsingum á framfæri. Þetta á almennt við um allar vefsíður, svo sem vefsíður stofnana, fréttamiðla eða félagasamtaka ... og þetta á ekki síður við um vefsíður viðskiptafyrirtækja sem þurfa að nýta textann til markaðssetningar.


Internet markaðssetning þarf á góðum textum að halda!

Textar vega að ýmsu leiti þyngra í internet markaðssetningu en í hefðbundinni markaðssetningu. Þetta stafar annars vegar af meira rými en fyrirtækjum stendur að jafnaði til boða á öðrum vettvangi (nema með mun meiri tilkostnaði) og hins vegar af mjög fjölbreyttum möguleikum sem bjóðast til samskipta. Textar lúta mismunandi lögmálum eftir því hvar í markaðssetningarferlinu þeir eru staðsettir, en þeir eiga það allir sammerkt að geta ráðið úrslitum um það hvort markaðssetning skilar raunverulegum árangri eða ekki. Við skulum líta á nokkur dæmi:

Heimasíðan. Eitt mikilvægasta verkefni heimasíðunnar er að snúa sem flestum heimsóknum yfir í viðskipti eða myndun varanlegra tengsla, svo sem með meðlimaskráningu eða skráningu á póstlista. (Þetta hlutfall kallast á ensku conversion rate). Markviss beiting texta gegnir lykilhlutverki í að kalla fram þessi viðbrögð gestsins. Vönduð textavinna sem hækkar þetta hlutfall skilar sér margfalt með aukinni sölu.

Vefauglýsing (banner). Þetta er krókurinn! Texti er örstuttur og þarf að vera áhugaverður, forvitnilegur eða upplýsandi (eða allt þetta í senn!) Hér er þörf á hugvitssemi í textagerð.

Viðtökusíða. Eins konar “lendingarpallur” eftir að smellt hefur verið á vefauglýsingu . Kúnstin er að leiða gestinn áfram í stað þess að hann hrökkvi til baka. Hér gegnir textinn lykilhluverki sem endranær.

Greinaskrif. Áhrifarík kynningaraðferð sem eyku virðingu fyrirtækja og getur aukið umferð inn á heimasíður þeirra. Fyrir önnum kafna stjórnendur fyrirtækja getur verið góður kostur að ákveða einfaldlega helstu efnisatriði greinar og láta sérfræðing um að klára málið.


VK hugbúnaður býður sérhæfða textaþjónustu fyrir internetið á íslensku, ensku, frönsku og rússnesku.

VK hugbúnaður býður einnig almenna textaþjónustu fyrir efni utan internetsins, sem og þýðingar úr ensku, frönsku og rússnesku.

VK hugbúnaður getur einnig haft umsjón með textaþjónustu á öðrum tungumálum í samvinnu við reynda þýðendur og textasmiði.


Sendu okkur fyrirspurn um textaþjónustu og við svörum þér við fyrsta tækifæri!

Vefhýsing með stuðningi

Hýsingu hjá VK hugbúnaði fylgir full ábyrgð á heimasíðu svo lengi sem hýsingin varir. Auk þess er innifalinn frír stuðningur...

Skoða ...

Vefumsjón

Vefumsjónarþjónusta VK hugbúnaðar kallast „Vefstjóri til leigu“. Eins og nafnið bendir til er þjónustan sveigjanleg og til þess hugsuð að mæta ólíkum þörfum...

Skoða ...

Joomla vefumsjónarkerfi

Joomla er annað vinsælasta vefumsjónarkerfi heims árið 2012, næst á eftir WordPress (heimild Wikipedia). Þegar kemur að veflausnum og alhliða möguleikum er Joomla líklega öflugasta kerfi sem völ er á.

Skoða