Einfaldar heimasíður

Þarftu að spara eins og kostur er?

Veldu ódýra heimasíðu í einu besta vefumsjónarkerfi heims!
Veldu heimasíðu sem er að öllu leyti þín eign og þú greiðir aðeins einu sinni fyrir.
Veldu síðu sem er gerð til að koma upp ofarlega á leitarvélum og er á þínu eigin léni!


Einföld heimasíða frá VK hugbúnaði er án nokkurs vafa besti kosturinn á markaðnum í dag fyrir þá sem ...
Vilja ýtrustu hagkvæmni en samt fullkomin gæði.
Vilja vera óbundnir af einum aðila og hafa ekki áhuga á að borga mánaðargjöld.
Vilja aðgang að mesta úrvali heimsins í dag af viðbótarkerfum.

Við bjóðum nú fallegar, einfaldar heimasíður í nýjasta Joomla kerfinu á frábæru verði: aðeins kr. 49.000 að viðbættum virðisaukaskatti.

Þó að við köllum síðurnar "einfaldar" þá eru þetta í rauninni mjög öflugar síður sem svara margs konar þörfum...

Þú getur valið um 6 mismunandi grunnútlit hér fyrir neðan - og hvaða liti sem vera skal. Síðan setjum við inn þitt lógó og þínar myndir og niðurstaðan verður vefsíða með þínu sérvalda útliti.

  • Á forsíðu er svæði fyrir stuttan leitarvélavænan texta, ætlaðan til að koma síðunni þinni ofarlega á Google.
  • Aðal myndin á forsíðunni er annað hvort ein kyrr mynd eða 2 – 4 róterandi myndir eftir því hvort þú kýst.
  • Hægt er að hafa 2 – 6 kafla eftir því hvað efnið er mikið. Hægt er að setja inn hvaða efni sem vera skal inn í kaflana, texta, töflur eða myndir.
  • Einnig er innifalinn „Hafa samband“ kafli með fyrirspurnarkerfi.
  • Einnig er innifalinn kafli með staðsetningu fyrirtækis þíns á Google Maps.
  • Einnig er innifalin tenging við Facebook eða aðra samskiptavefi.

Útlit 1 Útlit 2
Útlit 1 Útlit 2

 

Útlit 3 Útlit 4
Útlit 3 Útlit 4

 

Útlit 5 Útlit 6
Útlit 5 Útlit 6

 

Ekki hika við að nýta þér þetta einstaka tækifæri, sendu okkur fyrirspurn núna!

Veföryggi

VK hugbúnaður hefur sinnt veföryggi fyrir Joomla vefsíður síðan 2008. Vefsíður okkar eru alltaf vandaðar og öruggar en ef þér er umhugað um hámarks öryggi mælum við með VK vefhýsingu með ábyrgð.

Vefhýsing með stuðningi

Hýsingu hjá VK hugbúnaði fylgir full ábyrgð á heimasíðu svo lengi sem hýsingin varir. Auk þess er innifalinn frír stuðningur...

Skoða ...

Joomla vefumsjónarkerfi

Joomla er annað vinsælasta vefumsjónarkerfi heims árið 2012, næst á eftir WordPress (heimild Wikipedia). Þegar kemur að veflausnum og alhliða möguleikum er Joomla líklega öflugasta kerfi sem völ er á.

Skoða