Joomla vefumsjónarkerfi

Verðlaun og vinsældir.
Joomla er marg verðlaunað kerfi , sem hefur m.a. hlotið hin virtu „Open Source Award“ verðlaun, og er annað vinsælasta vefumsjónarkerfi heims árið 2012, næst á eftir WordPress (heimild Wikipedia).

Milljónir vefsíðna hafa verið smíðaðar í Joomla! Kerfið er notað af einstaklingum, stórum sem smáum fyrirtækjum og samtökum og ríkisstofnunum um allan heim. (Sjá nánar: Spurt og svarað, Hverjir nota Joomla?)

Þegar kemur að veflausnum og alhliða möguleikum er Joomla líklega öflugasta kerfi sem völ er á.
Vantar þig tæki til að smíða vefsíðu sem þú getur ritstýrt sjálf/ur? Vilt þú setja upp innri vef fyrir starfsfólkið þitt? Þarftu kannski að setja upp upplýsingaskrá? Eða vantar þig bókunarkerfi ....?

Þá er ástæðulaust að leita lengra, tilbúnar veflausnir fyrir kerfið eru á annan tug þúsunda!

Joomla vefumsjónarkerfið er hagkvæmur kostur!
Joomla er frjáls hugbúnaður - vefumsjónarkerfið sjálft er algjörlega frítt og án mánaðargjalda!  Veflausnir sem gerðar eru fyrir Joomla eru nær undantekningarlaust á mjög hagstæðu verði og einnig án mánaðargjalda.

Joomla kerfið er notendavænt og krefst engrar sérþekkingar.
Með nýrri Joomla vefsíðu fylgir stjórnborð með notandanafni og lykilorði.  Þar er einfalt að ritstýra texta í grein eða bæta við grein, setja inn hlekki eða myndir og breyta myndum svo dæmi sé tekið.  Það er í rauninni nóg að kunna á lyklaborð til að læra á stuttum tíma að uppfæra Joomla vefsvæði!

Hér eru nokkur sýnishorn úr Joomla stjórnborði:

Admin 1 Admin 2
Admin 3 Admin 4
Admin 5 Admin 6

 

...

Veföryggi

VK hugbúnaður hefur sinnt veföryggi fyrir Joomla vefsíður síðan 2008. Vefsíður okkar eru alltaf vandaðar og öruggar en ef þér er umhugað um hámarks öryggi mælum við með VK vefhýsingu með ábyrgð.

Vefhýsing með stuðningi

Hýsingu hjá VK hugbúnaði fylgir full ábyrgð á heimasíðu svo lengi sem hýsingin varir. Auk þess er innifalinn frír stuðningur...

Skoða ...

Vefumsjón

Vefumsjónarþjónusta VK hugbúnaðar kallast „Vefstjóri til leigu“. Eins og nafnið bendir til er þjónustan sveigjanleg og til þess hugsuð að mæta ólíkum þörfum...

Skoða ...

Joomla veflausnir

Joomla kerfin bjóða upp á frábærar lausnir á mörgum sviðum.

Póstlistakerfi, pöntunarkerfi, bókunarkerfi, vörulistar, myndagallerí, innri vefir, spjalltorg, markaðstorg, kerfi fyrir matreiðsluvefi, samskiptavefi og margt fleira...

Skoða ...

Vefsíðuleiðarvísir

Prýðilegt hjálpartæki ef þú ert að velta fyrir þér nýrri heimasíðu eða þarft að endurnýja gamla!

Þú færð hugmyndir og góða yfirsýn yfir möguleikana.

Skoða