Vefsíðugerð

Hér eru 4 lykilatriði sem gott er að hafa í huga þegar ráðist er í það verkefni að skipuleggja nýja heimasíðu og velja samstarfsaðila.

VK hugbúnaður hefur þessi atrið ávallt í huga við vefsíðugerð og veitir þér stuðning alla leið!

 
 1. Virkni og öryggi til framtíðar. Þegar farið er af stað með nýja heimasíðu er gott að huga að því strax í upphafi að síðan sé örugg, að greiður aðgangur sé að stuðningi, uppfærslan sé auðveld og að síðan bjóði upp á stækkun og breytingar í framtíðinni án mikils kostnaðar. Þessi atriði þarf að hafa til hliðsjónar við val á vefumsjónarkerfi og á því fyrirtæki sem á að annast vefsíðugerðina.

  VK hugbúnaður notar einkum Joomla vefumsjónarkerfið við vefsíðugerð og veitir viðskiptavinum sínum alhliða stuðning við viðhald og uppfærslu.

  Með því að velja Joomla heimasíðu frá VK hugbúnaði vinnst eftirfarandi:

  • Frítt vefumsjónarkerfi. Joomla er frjáls hugbúnaður og þar af leiðandi án mánaðargjalda.
  • Auðveld uppfærsla. Joomla kerfið býður upp á góða og þægilega uppfærslumöguleika. VK hugbúnaður gerir heimasíður auk þess þannig úr garði að uppfærslan sé sem einföldust.
  • Örugg heimasíða. VK hugbúnaður hefur sérhæft sig í veföryggi um árabil, einkum á Joomla vefsíðum.
  • Fjölþættur stuðningur. VK hugbúnaður býður upp á uppfærsluþjónustu og myndvinnslu- og textaþjónustu. Með hýsingu hjá VK fylgir auk þess frír stuðningur fyrir þá sem vilja uppfæra sjálfir.
  • Ábyrgð á heimasíðu. Hýsingu hjá VK hugbúnaði fylgir full ábyrgð á heimasíðu svo lengi sem hýsingin varir.
  • Kennsla á vefumsjónarkerfið. Heimasíðum frá VK fylgja Joomla leiðbeiningar á íslensku og einkakennsla á kerfið í 1 til 2 skipti.
 2. Að vefurinn uppfylli þarfir þínar og notenda. Nauðsynlegt er að heimasíðan hafi gott viðmót og byggingu og þægilegt aðgengi að öllum upplýsingum, það er sameiginlegur hagur þinn og notenda.

  En gæti vefurinn þjónað fjölþættari markmiðum fyrir þig? Gæti það t.d. sparað tíma og vinnu að taka við skráningum eða pöntunum í gegnum vefinn? Eða greiðslum eða framlögum? Væri ástæða til að setja upp innri vef fyrir upplýsingar til starfsmanna eða hópa notenda?

  Joomla vefumsjónarkerfið býður upp á fjölmörg viðbótarkerfi sem hægt er að setja upp án mikils kostnaðar.

  Með því að velja Joomla heimasíðu frá VK hugbúnaði vinnst eftirfarandi:

  • Fagmannlega unnin heimasíða sem fullnægir öllum kröfum um viðmót og byggingu.
  • Sérfræðiráðgjöf um kerfi sem gætu hjálpað þér að nýta vefsíðuna betur.
  • Trygging fyrir fullri virkni kerfa. Lagfæringar á hugsanlegum göllum og fullkomnar íslenskar þýðingar.
  • Möguleiki á aðlögun kerfa, sérsniðnum lausnum og sérforritun ef á þarf að halda.
 3. Að vefurinn nái til þeirra sem hann er ætlaður. Hvort sem um er að ræða stofnun eða félag sem þarf að vera vel finnanlegt á netinu eða fyrirtæki sem vill nýta heimasíðuna til að afla nýrra viðskiptavina þá er niðurstaðan sú sama: það er nauðsynlegt að síðan komi upp eins ofarlega á leitarvélum og mögulegt er þegar leitin tengist efni hennar.

  Ný heimasíða er tækifæri til að leggja grunn að góðri stöðu á netinu til framtíðar!

  Með því að velja leitarvélabestaða heimasíðu frá VK hugbúnaði vinnst eftirfarandi:

  • Aukin hagkvæmni. Leitarvélabestuð heimasíða kostar mun minna en heimasíða + bestun á síðu sem er þegar í notkun.
  • Markvissari vinnubrögð. Tryggt er að síðan verði þróuð í rétta átt, þegar frá upphafi, hvað varðar byggingu og efnisframsetningu.
  • Aðgangur að ráðgjöf og sérfræðiþekkingu. VK hugbúnaður gerir viðskiptavinum sínum kleift að sinna ýmsum þáttum leitarvélabestunar sjálfir í framhaldinu, ef þeir svo kjósa.
 4. Árangursbestun. Hvað viltu að notendur geri þegar þeir heimsækja heimasíðuna þína?

  Flestir vefir hafa einhver megin markmið, t.d. að gestir skrái sig á póstlista, kaupi vöru eða panti þjónustu. Að gera vef þannig úr garði að sem flestar heimsóknir leiði til þessarar niðurstöðu er kallað Conversion Rate Optimisation (CRO) á ensku, við höfum notað íslenska orðið “árangursbestun”.

  Reynsla VK hugbúnaðar af árangursbestun skilar sér almennt í markvissari og árangursríkari vefsíðum en með því að velja síðu sem er sérstaklega árangursbestuð tryggir þú þér:

  • Enn betri nýtingu á þeirri umferð sem heimasíðan fær.
  • Fullt samspil heimasíðunnar við önnur viðskiptaleg eða samskiptaleg markmið.

  Yfirgripsmikil þekking VK hugbúnaðar á öllum þáttum vefsíðugerðar skilar sér í betri og öruggari vefsíðu fyrir þig – og samt á verði sem er með því hagstæðasta sem gerist.

  Þess vegna segjum við hiklaust: Þú færð meira með VK vefsíðu!

  Hafðu samband og fáðu frá okkur tilboð. Eða - og við mælum eindregið með því - taktu nokkrar mínútur í að fara í gegnum vefsíðuleiðarvísinn. Það gefur þér hugmyndir og gerir vinnuna markvissari!  
  Skoða vefsíðuleiðarvísi

Veföryggi

VK hugbúnaður hefur sinnt veföryggi fyrir Joomla vefsíður síðan 2008. Vefsíður okkar eru alltaf vandaðar og öruggar en ef þér er umhugað um hámarks öryggi mælum við með VK vefhýsingu með ábyrgð.

Vefhýsing með stuðningi

Hýsingu hjá VK hugbúnaði fylgir full ábyrgð á heimasíðu svo lengi sem hýsingin varir. Auk þess er innifalinn frír stuðningur...

Skoða ...

Vefumsjón

Vefumsjónarþjónusta VK hugbúnaðar kallast „Vefstjóri til leigu“. Eins og nafnið bendir til er þjónustan sveigjanleg og til þess hugsuð að mæta ólíkum þörfum...

Skoða ...

Joomla vefumsjónarkerfi

Joomla er annað vinsælasta vefumsjónarkerfi heims árið 2012, næst á eftir WordPress (heimild Wikipedia). Þegar kemur að veflausnum og alhliða möguleikum er Joomla líklega öflugasta kerfi sem völ er á.

Skoða

Vefsíðuleiðarvísir

Prýðilegt hjálpartæki ef þú ert að velta fyrir þér nýrri heimasíðu eða þarft að endurnýja gamla!

Þú færð hugmyndir og góða yfirsýn yfir möguleikana.

Skoða