Vefverslanir

Hvaða leið er best að fara til að setja upp góða og örugga verslun á netinu...?

Við vonum að það hjálpi þér að renna niður þessa síðu og kynna þér nokkrar ábendingar frá okkur, þær eru byggðar á langri reynslu af gerð vefverslana af ýmsum tegundum. 

 
Fyrsta spurningin sem þú stendur frammi fyrir er væntanlega þessi: 

 1. Á ég að velja frjálsan hugbúnað eða lokað kerfi?  Í okkar huga er enginn vafi. Fyrir utan að frjáls hugbúnaður er einfaldlega orðinn betri en obbinn af lokuðum kerfum þá hljóta eftirfarandi atriði að vega þungt:

  • Frjáls hugbúnaður er yfirleitt ódýrari í uppsetningu og rekstri. Honum fylgja engin mánaðargjöld.
  • Frjálsum hugbúnaði fylgir sjálfstæði. Þú ert ekki bundin/n ákveðnum þjónustuaðila.
  • Ef framsækið kerfi er valið er fyrirsjáanlegt að þróunarstarf verði öflugt og mörg tengjanleg viðbótarkerfi líti dagsins ljós.
 2. Ef þú ert sammála okkur um að velja frjálsan hugbúnað þá er næsta skref að finna rétta kerfið...

  VK hugbúnaður hefur kosið að nota Prestashop og Magento kerfin undanfarin ár. Sú ákvörðun var tekin eftir ítarlegan samanburð við önnur vefverslunarkerfi.

  Tíminn hefur leitt í ljós að við völdum vel! Bæði kerfin hafa slegið í gegn hvað vinsældir varðar (hvort um sig með yfir 100.000 notendur í ársbyrjun 2012) og hafa sópað til sín verðlaunum. Prestashop kerfið hlaut t.d. hin virtu „Open-Source Award“ verðlaun árið 2011, fyrst allra vefverslunarkerfa, og Magento hefur hlotið fleiri verðlaun en tóm er til að telja upp hér.

  Bæði kerfin eru mjög fullkomin. Öflug þróunarvinna er í gangi á báðum vígstöðvum og fjöldi viðbótarkerfa þegar í boði. Til að einfalda málin má e.t.v. segja að Prestashop henti fyrir velflestar vefverslanir, stórar sem smáar, á meðan Magento henti betur fyrir ýmsar tegundir af metnaðarfullum vefverslunum sem gera miklar kröfur.

  Hér er hluti þeirra eiginleika sem bæði kerfin bjóða upp á:

  • Ótakmarkaður fjöldi vöruflokka, undirvöruflokka og vörunúmera
  • Ótakmarkaður fjöldi tungumála
  • Ótakmarkaður fjöldi gjaldmiðla
  • Umsagnir viðskiptavina
  • Vöru- og fylgihlutapakkar
  • Magnafslættir
  • Óskalistar
  • SMS skilaboð til verslunar (lager, nýjar pantanir…)
  • Sérsniðin útgáfa af vefversun eða hlutum vefverslunar fyrir GSM síma notenda
  • Aðlögun GSM sérsniðs að GPS staðsetningu símans
  • Mögulegt að sérsníða vöruframsetningu (myndir, textar,…)
  • Vörusamsetningar (litir, stærðir, o.s.fr.)
  • Möguleiki á sjálfvirkum kynningarsvæðum fyrir áhugaverðar vörur, nýjar vörur eða tilboðsvörur
  • Innbyggð leitarvélabestun
  • Niðurhalanlegar vörur (MP3, PDF, ...)
  • Mögulegt að búa til hópa viðskiptavina
  • Val á vöruflokkum sem birtast tilteknum viðskiptavinahópum
  • Vildarpunktakerfi
  • Afsláttarmiðar sendir til tryggra viðskiptavina
  • Val um fréttabréf
  • Staða pantana
  • Lagerstaða
  • Vöruskilaumsjón
  • PDF reikningar, nótur og afhendingarnótur
  • Sértilboð (afslættir, afsláttarmiðar)
  • Mögulegar lágmarksupphæðir pantana
  • Viðtaka á greiðslum með Moneybookers, Paypal, Hipay og Google Checkout
  • Möguleiki á greiðslu með millifærslu
  • Möguleiki á sjálfvirku vali á greiðsluaðferðum eftir gjaldmiðlum, löndum eða viðskiptavinahópum
  • Ótakmarkaður fjöldi skatta (vsk. o.s.fr....)
  • Mismunandi skattar eftir löndum eða svæðum
  • Ótakmarkaður fjöldi flutningsaðila og áfangastaða
  • Mögulegt að fella niður sendingarkostnað (t.d. eftir vissa upphæð)
  • Sendingarkostnaður ákvarðaður eftir þyngd eða eftir verði
  • Tölfræði um heimsóknir og gesti
  • Fjöldi gesta „online“
  • Tölfræði um pantanir og sölur
  • Tölfræði um vörur og kaupahlutfall eftir flokkum (Conversion Rate)
  • Öruggur aðgangur að stjórnborði (notandanafn og lykilorð)
  • Mismunandi aðgangsstýring fyrir mismunandi hópa stjórnenda
  • Lokað á endurteknar innskráningartilraunir með röngu lykilorði
  • Dulkóðun lykilorða í gagnagrunni
  • SSL samsvörun
  • Samræmi við PCI DSS staðla
  • Árásavarnir
 3. Ef þú ert ennþá með okkur og telur að annað hvort Prestashop eða Magento kerfið gæti hentað þér er tímabært að svipast um eftir traustum samstarfsaðila sem getur sett upp vefverslunina og tryggt virkni hennar.

  Þá þarf að hafa í huga að Prestashop og Magento hafa, eins og mörg alþjóðleg vefverslunarkerfi, innbyggðar greiðslugáttir fyrir nokkur útbreidd greiðslufyrirtæki, svo sem PayPal og Highpay, en það þarf hins vegar að tengja þessi kerfi sérstaklega við íslensk kortafyrirtæki. Tryggt þarf að vera að væntanlegur samstarfsaðili geti séð um það verkefni.

  Einnig þarf að vera tryggt að væntanlegur samstarfsaðili geti séð um fullkomnar íslenskar þýðingar á samskiptum sem eiga sér stað á milli kerfis og notenda (í Prestashop kerfinu eru t.d. á fjórða þúsund setningar og setningabrot). Þetta er mikilvægt fyrir ímynd og trúverðugleika vefverslunarinnar.

  Áður en vefverslunin er virkjuð þarf að ákveða hvaða greiðslukortafyrirtæki skuli skipta við og ganga frá samningi. Öll innlendu kortafyrirtækin, Borgun, Kortaþjónustan og Valitor, bjóða upp á þjónustu við algengustu tegundir greiðslukorta. Stofna þarf greiðslusíðu hjá einhverju þessara fyrirtækja til að taka við greiðslum.

 4. Er VK hugbúnaður réttur samstarfsaðili? Ef þú hefur í huga að setja upp vefverslun, annað hvort í Prestashop eða Magento kerfinu, þá er að okkar mati vandfundinn betri samstarfsaðili en VK.

  Hér eru nokkrar ástæður fyrir því:

  • Sérþekking og reynsla af gerð vefverslana í Prestashop og Magento kerfunum
  • Margra ára almenn reynsla af gerð vefverslana og stuðningi við rekstur þeirra, þróun og markaðssetningu
  • Hagkvæm hýsingartilboð fyrir viðskiptavini með ábyrgð á vefverslun og fríum stuðningi fyrir þá aðila sem sjá sjálfir um uppfærslu
  • Verðlagning VK hugbúnaðar er sanngjörn


Viltu fá tilboð í nýja vefverslun?

Merktu við örfáar spurningar og sendu beiðni um tilboð, við svörum því við fyrsta tækifæri.

Veföryggi

VK hugbúnaður hefur sinnt veföryggi fyrir Joomla vefsíður síðan 2008. Vefsíður okkar eru alltaf vandaðar og öruggar en ef þér er umhugað um hámarks öryggi mælum við með VK vefhýsingu með ábyrgð.

Vefhýsing með stuðningi

Hýsingu hjá VK hugbúnaði fylgir full ábyrgð á heimasíðu svo lengi sem hýsingin varir. Auk þess er innifalinn frír stuðningur...

Skoða ...

Vefumsjón

Vefumsjónarþjónusta VK hugbúnaðar kallast „Vefstjóri til leigu“. Eins og nafnið bendir til er þjónustan sveigjanleg og til þess hugsuð að mæta ólíkum þörfum...

Skoða ...