Alþjóðleg markaðssetning

Alþjóðleg markaðssetning á netinu byggir á þremur grunn þáttum: Leitarvélabestun (e: Search Engine Optimisation eða SEO), leitarvélamarkaðssetningu (e: Search Engine Marketing eða SEM) og notkun vefauglýsinga .  Raunar má segja að mörkin séu óljós á milli tveggja fyrri þáttana:  flestir sérfræðingar í leitarvélabestun líta svo á að SEO þjónusta geti falið í sér skipulagningu og umsjón með keyptri leit, byggingu tenglanets, greinaskrif og fleiri atriði sem með jafn miklum rétti gætu heitið “leitarvélamarkaðssetning”.  (Komið er inn á þessi atriði í kaflanum um innlenda markaðssetningu á netinu.)


Alþjóðleg internet markaðssetning er talsvert frábrugðin innlendri markaðssetningu,  bæði hvað varðar samkeppnisumhverfi og fjölda þeirra möguleika sem eru í boði til kynningar.  Fjöldi leitarvéla og upplýsinganeta er gríðarlegur og möguleikar sem varla skipta nokkru máli fyrir innanlandsmarkað (þar sem Google má heita einráð fyrir utan íslenskar leitarvélar) geta skipt verulegu máli og gefið ágætar niðurstöður.


Helstu leitarvélar.

Fimm stærstu amerísku leitarvélarnar eru Google, Yahoo!, MSN, AOL og Ask.com.  Þar af er Google lang vinsælust.  Samkvæmt tölum frá mars 2008 er hlutfallslegur leitafjöldi á þessum vélum eftirfarandi:  Google  58,7%, Yahoo! 17,6%, MSN, 11,2%, AOL  5,2%,  Ask.com 2,5%. (Heimild: Nielsen Online).  Sumar þessara leitarvéla (einkum Google) hafa systurvélar í öðrum löndum, en auk þeirra eru fjölmargar vélar sem geta verið sterkar á sínum málsvæðum.  Sem dæmi má nefna: Sesam (Noregur, Svíðjóð), 123 Portal (Danmörk), Abacho (Þýskaland), Exalead (Frakkland) og Yandex (Rússland).


Keypt leit og “hrein leit” (organic search).

Ein ástæðan fyrir því að Google vann leitarvélakapphlaupið er að fyrirtækið lagði frá upphafi höfuðáherslu á “hreina leit” og smíðaði einfaldlega bestu leitarvélina.  Upplýsingaskrám (directories) með keyptum skráningum var vandlega haldið í bakgrunni, notandanum mætti ekkert annað en mjög hreint viðmót með reit fyrir leitarorð.  
Flestar leitarvélar eru reknar með einhvers konar blöndu af upplýsingaskrám, keyptri leit og hreinni leit og mjög er misjafnt hversu þessum þáttum er haldið aðskildum.  Google býður upp á keypta leit þar sem borgað er fyrir smellinn (e. Pay Per Click eða PPC) en heldur þessum niðurstöðum aðskildum frá öðrum niðurstöðum.
Keypt leit getur verið í formi skráningargjalda, PPC, eða blanda af þessu tvennu, og getur verið góður kostur fyrir fyrirtæki sem vilja ná skjótari árangri en unnt er að ná með venjulegri leitarvélabestun.


Greitt fyrir skráningu.

Mjög margar leitarvélar bjóða upp á keypta skráningu í gagnagrunn (Google er þar ein af undantekningum), yfirleitt þó án þess að lofa nokkru um leitarniðurstöður.  Bestun á vefsíðunni með tilliti til leitarvéla er samt sem áður nauðsynleg.
Nokkuð misjafnt er eftir leitarvélum hvað fylgir með í pakkanum en keypt skráning tryggir að öllu jöfnu meiri athygli leitarvélar og örari lestur hennar á vefsíðunni.  Einnig bjóða margar leitarvélar handvirkt val á leitarorðum (í stað þess að leitarvél velji þau sjálf út frá efni vefsíðu) og skráningu á undirsíðum.
Keypt skráning getur verið góður kostur fyrir nýjar vefsíður og vefsíður sem eru upppfærðar ört.  Einnig getur þetta verið góður kostur fyrir vefsíður sem eru í bestunarmeðferð og stytt mjög þann tíma sem tekur að bíða eftir niðurstöðum breytinga.


Upplýsingaskrár (directories).

Margar upplýsingaskrár taka einnig gjald fyrir skráningu, á meðan aðrar bjóða upp á fría skráningu eða tenglaskipti.  Það er sjálfsagt að nýta fría skráningu eftir föngum, en það verður að hafa í huga að biðtími getur verið nokkuð langur, allt upp í 3 – 4 mánuði, og stundum er skráning ekki tryggð.  Keyptar skráningar í upplýsingaskrár geta þess vegna verið góður kostur og tryggt fljótari og öruggari þjónustu.
Nýting upplýsingaskráa er mikilvægur þáttur í markaðssetningu á netinu.  Með markvissri notkun er hægt að fá umtalsverða gæðaumferð inn á vefsíður og jafnframt auka mikilvægi þeirra fyrir leitarvélar.    Borgað fyrir smellinn (Pay Per Click).

“Borgað fyrir smellinn” er annað form af keyptri leit sem er í boði á mörgum leitarvélum og er í því fólgið að auglýsandi greiðir aðeins ef smellt er á auglýsingu hans.  Þessi aðferð hefur mjög rutt sér til rúms hin síðari ár og hefur þann augljósa kost að auglýsandi veit fyrir fram hversu mikið hann þarf að greiða fyrir hverja heimsókn.

Verðlagning er yfirleitt í formi tilboða, þ.e. auglýsandi ákveður hversu mikið hann er tilbúinn að greiða fyrir smellinn og það ræðst síðan af samkeppninni um þau leitarorð sem hann velur hversu ofarlega í niðurstöðum leitarvélarinnar auglýsing hans lendir.

PPC herferðir virka samstundis og geta skilað mjög góðum árangri á skömmum tíma ef vel er að þeim staðið.  Þau atriði sem þarf að hafa í huga eru:

•    Að vanda val á leitarorðum með það fyrir augum að ná til þeirra neytenda sem eru raunverulega að leita að þjónustunni      og eru líklegastir til að eiga viðskipti.
•    Að vanda val á leitarvélum og leitast við að ná fram sem hagstæðustu verði.
•    Að ganga vel frá viðtökusíðu til að nýta umferðina sem best.
•    Að hafa góðan teljara til staðar og skoða feril umferðar.
•    Að meta niðurstöður ört og reglulega og gera nauðsynlegar umbætur.

VK hugbúnaður hefur á að skipa sérfræðingum sem hafa náð mjög góðum árangri í alþjóðlegri markaðssetningu, meðal annars skilað fyrirtækjum 2-10. sæti á Google.com, Google.es, Google.fr og Yandex.  Við veitum þjónustu á ensku, spænsku, frönsku og rússnesku og tökum að okkur alla þætti málsins: leitarvélabestun, leitarvélamarkaðssetningu, umsjón með keyptri leit og birtingu vefauglýsinga.  Við sjáum um talningu og sundurgreiningu á umferð og gefum viðskiptavinum okkar reglulegar skýrslur um árangur.

Hafðu samband við okkur í síma 499 3999 eða sendu okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þú vilt vita meira um alþjóðlega markaðsráðgjöf VK hugbúnaðar.  Við förum yfir þarfir þínar og markmið og gerum þér grein fyrir helstu möguleikum, þér að kostnaðarlausu.

Leitarvélabestun

Sá kostnaður sem lagt er í við leitarvélabestun skilar sér yfirleitt margfalt til baka með frírri umferð til langs tíma...

Skoða ...

Markaðssetning á netinu

VK veitir ráðgjöf um alla þætti markaðssetningar á netinu, svo sem árangursmiðaðar heimasíður, leitarvélabestun og vefauglýsingar.

Skoða ...

Leitarvélabestaðar heimasíður

Samkeppnin um fyrstu sætin á Google fer stöðugt harðnandi – og hún er komin til Íslands...

Þegar lagt er í kostnað við nýja vefsíðu er skynsamlegt að forðast tvíverknað og huga að leitarvélabestun strax í upphafi.

VK hugbúnaður býður viðskiptavinum sínum hagstæð tilboð á leitarvélabestun samhliða nýrri heimasíðu, ásamt ráðgjöf fyrir vefstjóra.

Skoða ...