Leitarvélabestun

Markaðssetning á netinu er einhver hagkvæmasti kostur sem fyrirtækjum stendur til boða til kynningar. Miðpunktur þeirrar kynningar er yfirleitt heimasíðan. Þar njóta vörur og þjónusta fyrirtækisins sín best og þar eru mestir möguleikar til að stofna til viðskipta.

En hvernig skal standa að því verkefni að fá (eða auka) umferð inn á heimasíðuna?
Árangursrík leitarvélabestun (Search Engine Optimisation eða SEO) er án efa einn mikilvægasti þátturinn í markaðssetningu, hvort sem er innan lands eða utan . Leitarvélar eru það tæki sem meiri hluti neytenda notar til að leita að vörum og þjónustu og umferð sem kemur frá leitarvélum er fyrirtækjum að kostnaðarlausu. Það er því til mikils að vinna að hafa heimasíðu sem lendir ofarlega í leitarniðurstöðum.


Hvernig virka leitarvélar?

Leitarvélar bruna reglulega í gegnum milljónir vefsíðna á miklum hraða og raða síðan leitarniðurstöðum í gagnagrunna sína eftir áætluðu mikilvægi og með tilliti til uppflettiorða. Það er mikilvægt að þær mæti engri fyrirstöðu á þeirri leið, þ.e. að vefsíður séu þannig úr garði gerðar að leitarvélar eigi auðvelt með að lesa þær. Að öðrum kosti er hætt við að þær sleppi hluta síðna og heimasíðan lendi neðar á listanum en ella.
Í stórum dráttum má skipta þeim atriðum sem hafa áhrif á niðurstöður leitarvéla í fjóra hluta:

 • Val á leitarorðum
 • Bygging og forritun vefsíðu.
 • Efni vefsíðu.
 • Tengsl vefsíðunnar við aðrar vefsíður.


Þróun á allra síðustu tímum hefur verið í þá átt að vægi 3. hlutans, þ.e. innihaldsins hefur vaxið, eftir því sem leitarvélar hafa orðið “greindari”, en tengsl vefsíðunnar við aðrar vefsíður skipt minna máli, þótt þau séu enn mikilvæg.Í hverju felst leitarvélabestun?

Vönduð SEO vinna, eða leitarvélabestun, tekur í aðalatriðum til eftirfarandi þátta: (Eða hluta þeirra. Það fer eftir ástandi síðu, samkeppnisumhverfi og markmiðum viðskiptavinar.)

 • Rannsókn á árangri núverandi leitarorða og endurskoðun á þeim.
 • Nákvæm athugun á byggingu og forritun vefsíðu með tilliti til aðgengis leitarvéla og nauðsynlegar endurbætur.
 • Hámörkun á virkni titla og merkinga (“meta tags”).
 • Bestun á innihaldi. (Getur þýtt smávægilegar breytingar á texta, endurritun á síðum eða útvegun á nýju efni þegar það er æskilegt og mögulegt.)
 • Bygging tenglanets.
 • Skráningar og tilkynningar til helstu leitarvéla og upplýsinganeta.Hvaða árangri get ég búist við?

Þú nærð þeim árangri sem við lofum! Við rekum sjálfir fyrirtæki og við skiljum það mætavel að öll fjárfesting verður að skila sér. Fjárfesting í leitarvélabestun er þar engin undantekning. Þessi vinna er unnin undir kjörorðinu: Árangur – engar afsakanir! Ef þú nærð ekki þeim árangri sem við lofum þá færð þú endurgreitt. Svo einfalt er það.

Engar tvær vefsíður eru eins. Samkeppnisumhverfi er einnig mjög mismunandi, sem og þarfir og markmið viðskiptavina. Verkefni eru þar af leiðandi misjafnlega erfið og misjafnlega kostnaðarsöm. Fyrsta skrefið er einfaldlega að meta stöðuna.

Við mælum með að undirbúningi samstarfs sé hagað á eftirfarandi hátt:

 • Þú hefur samband og sendir okkur slóð inn á vefsíðuna þína.
 • Við athugum síðuna og metum stöðu hennar og möguleika (sú vinna er þér að kostnaðarlausu).
 • Síðan ræðum við saman og skilgreinum þarfir þínar og markmið.
 • Loks sendum við þér ÁRANGURSTENGT tilboð.
Viltu vita meira um leitarvélabestun eða fá hjá okkur frítt stöðumat? Hringdu í okkur í síma 499 3999 eða sendu okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Við svörum öllum fyrirspurnum með mikilli ánægju.

Markaðssetning á netinu

VK veitir ráðgjöf um alla þætti markaðssetningar á netinu, svo sem árangursmiðaðar heimasíður, leitarvélabestun og vefauglýsingar.

Skoða ...

Alþjóðleg markaðssetning

Alþjóðleg markaðssetning á netinu byggir á þremur grunn þáttum: Leitarvélabestun (e: Search Engine Optimisation eða SEO), leitarvélamarkaðssetningu (e: Search Engine Marketing eða SEM) og notkun vefauglýsinga .

Skoða ...

Leitarvélabestaðar heimasíður

Samkeppnin um fyrstu sætin á Google fer stöðugt harðnandi – og hún er komin til Íslands...

Þegar lagt er í kostnað við nýja vefsíðu er skynsamlegt að forðast tvíverknað og huga að leitarvélabestun strax í upphafi.

VK hugbúnaður býður viðskiptavinum sínum hagstæð tilboð á leitarvélabestun samhliða nýrri heimasíðu, ásamt ráðgjöf fyrir vefstjóra.

Skoða ...