Markaðssetning á netinu

Markaðssetning á netinu er að ýmsu leyti ólík hefðbundinni markaðssetningu. Möguleikar eru margir og vægi beinna auglýsinga er þar hlutfallslega minna, þó að þær séu að sjálfsögðu mikilvægar. Áður en farið er út í birtingu vefauglýsinga getur því verið skynsamlegt fyrir fyrirtæki að huga að nokkrum öðrum atriðum.

1. Vefsíðan
Grunnurinn að góðri markaðssetningu á netinu er að sjálfsögðu viðmótsgóð heimasíða sem gerir neytendum auðvelt fyrir að afla sér upplýsinga og er aðgengileg fyrir leitarvélar. Fyrir verslunarfyrirtæki sem ekki reka vefverslun er óhætt að mæla með Joomla vörulista sem er sérstaklega sniðinn að þessum þörfum.

2. Leitarvélar og upplýsinganet
Átak í markaðssetningu getur skarast við SEO vinnu (leitarvélabestun) eða verið unnið í framhaldi af þeirri vinnu. Huga þarf að skráningu á leitarvélar, alþjóðlegar og innlendar, og innlend upplýsinganet.

Íslendingar nota alþjóðlegar leitarvélar í miklum mæli, einkum Google. Skráning á Google er frí en Google býður auk þess upp á kostaða tengla eða auglýsingar þar sem borgað er fyrir smellinn (á ensku: Pay Per Click eða PPC). “PPC” herferðir hafa verið vinsælar erlendis um langt skeið en okkur er ekki kunnugt um að boðið sé upp á þennan möguleika innanlands, enn sem komið er.

Helstu innlendu leitarvélarnar eru Leit og Finna. Tekið er gjald fyrir skráningu á þessar leitarvélar sem veitir forgang í leitarniðurstöðum.


3. Tenglar
Bygging tenglanets er einnig vinna sem getur verið hluti af leitarvélabestun. Margir vefir bjóða upp á kostaða tengla og einnig geta verið möguleikar á tenglaskiptum, ekki síst ef fyrirtæki bjóða sérhæfðar vörur eða búa yfir áhugaverðum upplýsingum á vefsvæðum sínum. Greinaskrif eru einnig mjög áhugaverður möguleiki til að afla tengla.


4. Greinaskrif
Með greinum sem birtar eru á öðrum vefsíðum fylgir yfirleitt tengill í eina átt, þ.e. inn á vefsíðu höfundar. Leitarvélar taka meira mið af slíkum tenglum en þegar um tenglaskipti er að ræða og álíta auk þess vefsíðuna mikilvægari.
Greinaskrif eru einnig mjög áhrifarík kynning. Góðar greinar auka traust neytenda og virðingu fyrir fyrirtæki þínu. Lesandi sem fer inn á vefsíðuna þína í framhaldi af lestri greinar hefur jákvætt hugarfar gagnvart þínum vörum eða þinni þjónustu og er líklegri til að vilja eiga við þig viðskipti. (Greinaskrif eru hluti af textaþjónustu VK hugbúnaðar).


5. Bloggsíður og umræðutorg
Mörg fyrirtæki hafa nýtt sér almennar bloggsíður og umræðutorg til markaðssetningar, oft með góðum árangri. Hér þarf þó að fara varlega. Það er nauðsynlegt að taka tillit til þess að þetta er ekki vettvangur sem er almennt ætlaður til markaðssetningar og ef rangt er að farið getur þessi viðleitni haft öfug áhrif og skaðað ímynd fyrirtækis þíns.

Bloggsíður á heimasíðum fyrirtækja, ætlaðar fyrir starfsfólk og/eða viðskiptavini eru mjög áhugaverður kostur. Þessar síður hafa oft mikil áhrif til kynningar og eru líklegar til að auka umferð inn á heimasíðuna.


6. Póstlistar
Mikilvægi póstlista í markaðssetningu verður seint ofmetið. Samkvæmt rannsóknum er vefpóstur til jákvæðra viðtakenda sú kynning sem skilar hlutfallslega mestum árangri af öllum tegundum kynninga eða auglýsinga. Góður póstlisti gefur fyrirtæki margs konar möguleika til að treysta böndin við viðskiptavini sína og sparar því umtalsvert auglýsingafé í tímans rás. Þetta er markaðstæki sem tekur nokkurn tíma að byggja upp en er fyllilega þess virði.  Joomla vefumsjónarkerfið býður upp á mjög öflugt fréttabréfakerfi sem svarar öllum þörfum fyrirtækja á þessu sviði.

Leitarvélabestun

Sá kostnaður sem lagt er í við leitarvélabestun skilar sér yfirleitt margfalt til baka með frírri umferð til langs tíma...

Skoða ...

Alþjóðleg markaðssetning

Alþjóðleg markaðssetning á netinu byggir á þremur grunn þáttum: Leitarvélabestun (e: Search Engine Optimisation eða SEO), leitarvélamarkaðssetningu (e: Search Engine Marketing eða SEM) og notkun vefauglýsinga .

Skoða ...

Leitarvélabestaðar heimasíður

Samkeppnin um fyrstu sætin á Google fer stöðugt harðnandi – og hún er komin til Íslands...

Þegar lagt er í kostnað við nýja vefsíðu er skynsamlegt að forðast tvíverknað og huga að leitarvélabestun strax í upphafi.

VK hugbúnaður býður viðskiptavinum sínum hagstæð tilboð á leitarvélabestun samhliða nýrri heimasíðu, ásamt ráðgjöf fyrir vefstjóra.

Skoða ...