Vefauglýsingar

Vefauglýsingar, annað hvort í formi borða (“bannera”) eða kostaðra tengla með skýringartexta, eru fljótvirkasta aðferðin til að auka umferð inn á heimasíðuna.  Þær skila mun betri árangri en auglýsingar utan netsins af þeirri einföldu ástæðu að þær virka strax.

Þ.e. lesandinn situr við tölvuna og hefur tækifæri til að smella á bannerinn á meðan áhuginn er fyrir hendi.

Áður en farið er af stað með auglýsingaherferð er rétt að huga að viðtöku þessarar umferðar á heimasíðunni svo að hægt sé að nýta hana sem best.  Kemur neytandinn inn á rétt svæði á heimasíðunni þegar hann smellir á bannerinn?  Fær hann allar nauðsynlegar upplýsingar eða er kannski ástæða til að útbúa sérstaka síðu?  Er góður teljari fyrir hendi svo hægt sé að fylgjast með ferðum neytanda á síðunni?  Er ef til vill hægt að nota þetta tækifæri til að safna áskrifendum á póstlista ....?


Hvaða kosti þarf góður banner að hafa til að bera?  
Góð hönnun skiptir vissulega máli og nauðsynlegt er að bannerinn veki eftirtekt.  Þó verður ekki fram hjá því litið að tilgangurinn er ekki sá að fá lesandann til að dást að bannernum, heldur að galdra fram þessa litlu hreyfingu með vísifingrinum sem allt snýst um.  Í aðalatriðum eru þrjár aðferðir notaðar til að fá fólk til að smella á bannera:

  • Að kynna einfaldlega vöruna eða þjónustuna ásamt ástæðum fyrir því að kaupa hana.  (Varan er nýjung, er á góðu tilboði... o.s.fr.).
  • Að vekja forvitni.
  • Að nota leiki eða getraunir með verðlaun í boði.


Síðast talda aðferðin hefur þann stóra kost að safna áskrifendum sjálfkrafa á póstlista.


Hvar á að auglýsa?
Möguleikar til auglýsinga á netinu eru mjög fjölbreyttir.  Þetta þarf að meta hverju sinni út frá sviði hvers fyrirtækis, þörfum þess og markmiðum.
Fyrir utan stærri vefi, sem flestir þekkja, eru fjölmargir smærri vefir á netinu sem sinna ýmsum áhugasviðum eða svæðum.  Slíkir vefir geta verið áhugaverðir kostir.  Þeir geta gefið færi á nákvæmari markhópum og í sumum tilfellum meiri smellafjölda með minni tilkostnaði en fjölsóttari vefir.Internet ráðgjöf sparar þér vinnu og kostnað!
Hvort sem verkefnið er stórt eða smátt þá miðlar VK hugbúnaður þér af þekkingu sinni og reynslu af internetinu.  Með því að leita til okkar um skipulagningu herferðar getur þú lagt upp með betri heildarsýn yfir þá fjölmörgu möguleika sem standa til boða, gert herferðina markvissari og náð fram betri nýtingu á fjármunum.

Láttu okkur sjá um alla þætti herferðarinnar frá a – ö og njóttu þess hagræðis sem er í því fólgið að skipta aðeins við einn aðila!  Það sem við höfum fram að færa er:

  • Mikil fjölhæfni í forritun.  (Ef verkefnið krefst aukalegrar forritunar, þá leysum við einfaldlega málið).
  • Ítarleg þekking á leitarvélum.
  • Sérhæfð textaþjónusta.
  • Sérhæfð bannerasmíði (í samvinnu við samstarfsaðila okkar).
  • Umfangsmikil þekking á internetinu sem markaðstæki.Ef þú vilt vita meira um markaðsráðgjöf VK hugbúnaðar eða fá frá okkur verðtilboð, hringdu í okkur í síma 499 3999 eða sendu okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Við svörum öllum fyrirspurnum með mikilli ánægju!

Leitarvélabestun

Sá kostnaður sem lagt er í við leitarvélabestun skilar sér yfirleitt margfalt til baka með frírri umferð til langs tíma...

Skoða ...

Markaðssetning á netinu

VK veitir ráðgjöf um alla þætti markaðssetningar á netinu, svo sem árangursmiðaðar heimasíður, leitarvélabestun og vefauglýsingar.

Skoða ...

Alþjóðleg markaðssetning

Alþjóðleg markaðssetning á netinu byggir á þremur grunn þáttum: Leitarvélabestun (e: Search Engine Optimisation eða SEO), leitarvélamarkaðssetningu (e: Search Engine Marketing eða SEM) og notkun vefauglýsinga .

Skoða ...

Leitarvélabestaðar heimasíður

Samkeppnin um fyrstu sætin á Google fer stöðugt harðnandi – og hún er komin til Íslands...

Þegar lagt er í kostnað við nýja vefsíðu er skynsamlegt að forðast tvíverknað og huga að leitarvélabestun strax í upphafi.

VK hugbúnaður býður viðskiptavinum sínum hagstæð tilboð á leitarvélabestun samhliða nýrri heimasíðu, ásamt ráðgjöf fyrir vefstjóra.

Skoða ...