Góð heimasíða fyrir félagasamtök er lifandi upplýsingamiðill sem eflir tengsl við félagsmenn og auðveldar jafnframt starfið með ýmsum hætti.

Flest félagasamtök þurfa að koma á framfæri talsverðu magni af síbreytilegum upplýsingum, svo sem fréttum, tilkynningum af ýmsu tagi, upplýsingum um það sem er á döfinni o.s.frv.  Þessum upplýsingum þarf að ætla stað á forsíðu svo að þær nái athygli félagsmanna.  Það er því nauðsynlegt að skipuleggja forsíðuna út frá þessum þörfum og huga að því að þau kerfi sem eru notuð í þessu skyni séu þægileg í uppfærslu. 

 

Tengsl við félagsmenn

Fréttabréf er algjörlega nauðsynlegt fyrir flest félagasamtök til að koma upplýsingum á framfæri til félagsmanna og minna á vefinn.  Þar eru samskiptin þó bara í aðra áttina.  Skemmtilegt getur verið að opna fyrir gagnvirk samskipti til að efla tengslin enn frekar og gera vefinn líflegri og skemmtilegri í leiðinni. Þetta er t.d. hægt að gera með því að gefa möguleika á athugasemdum við greinar, setja upp bloggkerfi, gefa félagsmönnum kost á því að setja inn myndir í gallerí, setja upp spjalltorg eða jafnvel samfélagskerfi.  Mörg félagasamtök kjósa að setja upp innri vef sem er lokaður öðrum en félagsmönnum.

 

Hvernig getur vefurinn auðveldað starfið?

Góður vefur getur virkjað félagsmenn með ýmsum hætti og þannig sparað forsvarsmönnum félagsins ómælda vinnu.  Til dæmis geta félagsmenn séð sjálfir um viðhald félagatals að miklu leyti.  Þetta er hægt að gera með því að nýta skráningu á póstlista eða innskráningu á innri vef félagsins.  Félagsmenn geta  sjálfir skráð sig í ýmsa starfsemi á vegum félagsins eða skipulagt viðburði í gegnum vefinn.  Einnig er mögulegt að nota vefinn til að taka á móti framlögum eða félagsgjöldum. 

Gott er að hafa í huga strax við markmiðssetningu vefsins hvaða hagnýt verkefni hann gæti leyst af hendi.

 

Hvaða vefkerfi gæti verið gott að hafa á vefnum?

Með því að kjósa Joomla vefumsjónarkerfið opnar þú þér aðgang að miklum fjölda kerfa sem eru meðal öflugustu og hagkvæmustu lausna sem völ er á í dag.

Hér eru nokkur kerfi sem koma til greina, sum þeirra hreinlega nauðsynleg, önnur áhugaverð fyrir ýmsar tegundir félagsstarfsemi:

 

Fréttakerfi

Nauðsynlegt er fyrir flest félagasamtök að hafa öflugt fréttakerfi sem hægt er að skipta í flokka og undirflokka og nota ef svo ber undir fyrir tilkynningar á forsíðu. Áhugavert getur verið að nota kerfi sem gefur möguleika á athugasemdum.

 

Viðburðadagatal

Þegar virkni félagsins er mikil er viðburðadagatal rétta lausnin! Þróaðar lausnir á þessu sviði er hægt að nota til að taka við skráningu á viðburðina og jafnvel að selja aðgang. Hægt er að merkja staðsetningar viðburða inn á Google Maps.

 

Fréttabréfakerfi

Óhætt er að mæla með að félagasamtök velji þróaða lausn á þessu sviði. Gott er að hafa kerfi sem gefur möguleika á skráningu heimilisfanga og símanúmera í gagnagrunn, vali á tegundum skráningar og mismunandi hópum viðtakenda svo eitthvað sé nefnt..

 

Myndagallerí

Gott myndagallerí er mikilvægt fyrir flest félagasamtök. Það þarf að geta ráðið við mikinn fjölda mynda og skipað þeim niður í möppur (t.d. eftir tilefnum eða öðru) og það þarf að vera auðvelt í uppfærslu. Skemmtilegt getur verið að innskráðir félagsmenn geti sjálfir sett inn myndir.

 

Félagatal

Ýmis félagasamtök, svo sem félög fagfólks á ýmsum sviðum, birta félagatal á heimasíðunni með sérkynningu á hverjum félagsmanni. Gott er að setja upp þægilega uppfæranlegt kerfi fyrir slíka hluti. Einnig getur þessi lausn hentað fyrir innri vefi ýmissa félaga eða fyrirtækja.

 

Aðgangsstýring/Innri vefir

Það getur hentað mörgum félögum að takmarka aðgang að ákveðnum hlutum vefsins ef upplýsingar eiga ekki erindi til allra. Hægt er að setja upp örugga aðgangsstýringu fyrir einn eða fleiri hópa notenda og ákvarða hvað hver hópur getur séð.

 

Spjalltorg

Skemmtilegur möguleiki fyrir vefi þar sem fólk með sömu áhugamál kemur saman er að skapa umræður um spjallþræði. Styrkir tengslin milli félagsmanna, gerir vefinn líflegri og áhugaverðari og fjölgar heimsóknum.


Samfélagskerfi

Gerir notendum kleift að hafa sinn eigin "prófíl" og skiptast á skoðunum. Eins konar „mini Facebook“ . Ekki síst skemmtileg lausn fyrir íþróttafélög og önnur félög þar sem ungt fólk kemur saman.


Auglýsingakerfi

Mörg félagasamtök sem eiga vinsæla heimasíðu nota tækifærið og afla einhvers aukafjár með sölu auglýsinga á vefnum. Auglýsendur geta verið ýmist velunnarar samtakanna eða aðilar sem finna þar markhóp fyrir sína vöru. Ekki er kostnaðarsamt að setja upp bannerakerfi sem auðvelt er að stjórna.


Smáauglýsingar

Það getur verið áhugaverð hugmynd fyrir mörg félög að gefa félagsmönnum kost á að kaupa og selja á vefnum, hvort sem er notað eða nýtt. Þannig getur skapast skemmtilegur markaður með hluti sem tengjast áhugamálum félagsmanna.

 

Fyrir frekari upplýsingar um þau kerfi sem hér eru nefnd bendum við á kaflann Joomla veflausnir.

 

Til baka á forsíðu

Joomla veflausnir

Joomla kerfin bjóða upp á frábærar lausnir á mörgum sviðum.

Póstlistakerfi, pöntunarkerfi, bókunarkerfi, vörulistar, myndagallerí, innri vefir, spjalltorg, markaðstorg, kerfi fyrir matreiðsluvefi, samskiptavefi og margt fleira...

Skoða ...

Vefsíðuleiðarvísir

Prýðilegt hjálpartæki ef þú ert að velta fyrir þér nýrri heimasíðu eða þarft að endurnýja gamla!

Þú færð hugmyndir og góða yfirsýn yfir möguleikana.

Skoða