Vefir fyrir ferðaþjónustuaðila þurfa sterka forsíðu og skíra markmiðssetningu. Hafa verður í huga að samkeppni er mikil á þessu sviði, ferðamenn skoða marga vefi og staldra aðeins við þá sem vekja áhuga þeirra.

Myndræn framsetning skiptir mjög miklu máli, ekki síst þegar meiningin er að höfða til erlendra ferðamanna. Ef þú ert að selja ferðir þarftu góðar myndir sem eru teknar í ferðunum. Ef þú ert að selja gistingu þarftu góðar myndir af gististaðnum, bæði að utan og innan, og umhverfi hans.

Öflugt myndagallerí sem gefur möguleika á flokkaskiptingu og skemmtilegri framsetningu mynda á forsíðu getur verið uppistaða í góðum ferðavef.

Bygggin og skipulag vefsins.

Ferðaþjónustuvefir hafa yfirleitt tvö megin markmið: Í fyrsta lagi að ná til sem flestra viðskiptavina (og halda tengslum við þá ef mögulegt er) og í öðru lagi að fá sem flesta þeirra til að ganga frá viðskiptum á vefnum. Þessi tvö markmið þarf að hafa í huga við byggingu síðunnar og val á veflausnum.

Gott er að byrja á að ákveða hvaða fyrirkomulag skuli notað til að taka við pöntunum eða bókunum. Sú leið sem verður fyrir valinu mótar vinnuna í framhaldinu. Sumir vefir eru t.d. byggðir að miklu leyti í kringum gott bókunarkerfi.

Einnig er skynsamlegt að huga að leitarvélabestun og markmiðsbestun samhliða smíði vefsins. Ný vefsíða er tækifæri ! Með því að gera hlutina rétt í upphafi flýtir þú fyrir því að vefurinn nái góðri stöðu á netinu og að fjárfestingin þín skili hagnaði. Hér er leitarvélabestuð heimasíða frá VK hugbúnaði góð og hagkvæm lausn!

 

Að hvaða veflausnum þarf ég sérstaklega að huga?

Bókanir – pantanir

Joomla býður upp á úrval af góðum pöntunarkerfum sem henta fyrir sölu á ferðum, afþreyingu og jafnvel gistingu.

Joomla býður einnig upp á viðameiri bókunarkerfi sem eru með þeim fullkomnari sem fánleg eru á þessu sviði í dag – hvort sem miðað er við frjálsan eða lokaðan hugbúnað.

Með því að velja Joomla lausn tryggir þú þér fullkomið sjálfstæði! Kerfið er einfaldlega þitt og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af mánaðargjöldum eða greiðslu á kommissjón fyrir bókanir.

Kerfi fyrir leitarvélabestun

Þega farið er í gerð nýrrar heimasíðu er bæði skynsamlegt og hagkvæmt að ganga frá grundvallar leitarvélabestun í leiðinni og leggja þannig drög að sterkri stöðu á netinu til framtíðar.

Leitarvélabestuðum heimasíðum frá VK hugbúnaði fylgir bestunarkerfi sem m.a. aðlagar ýmsa hluta vefkerfisins sjálfvirkt að leitarvélum og auðveldar vinnslu metaupplýsinga.

Kerfinu fylgir ráðgjöf sem gerir það mögulegt fyrir þig sjálfa/n (eða einhvern frá þínu fyrirtæki) að sjá um bestun á síðunni í framhaldinu.

Myndagallerí

Gott myndagallerí er mikilvægt fyrir ferðaþjónustufyrirtæki, ekki síst þau sem bjóða upp á ferðir eða afþreyingu. Það þarf að geta ráðið við talsverðan fjölda mynda, skipað þeim niður í möppur eftir efni og vera auðvelt í uppfærslu svo hægt sé að halda vefnum lifandi.

Vídeókerfi

Vídeó er áhrifaríkur miðill og virkar sérstaklega vel fyrir aðila í ferðaþjónustu. Ef þú átt kynningarmyndbönd um þjónustuna þá er sjálfsagt mál að setja þau á vefinn.

Fréttabréfakerfi

Ef vel hefur tekist til á ferðafólk góðar minningar um þann tíma sem það naut þinnar þjónustu. Fæstir hafa þess vegna nokkuð á móti því að fá vefpóst frá þínu fyrirtæki og margir eru til í að áframsenda hann til vina og kunningja. Góður póstlisti er gott markaðssetningartæki í ferðaþjónustu!

Virðburðadagatal

Oft frábær lausn fyrir fyrirtæki sem bjóða ferðir eða afþreyingu! Joomla býður upp á mjög þróuð kerfi á þessu sviði með möguleika á að merkja staðsetningar viðburða inn á Google Maps, taka við pöntunum og jafnvel greiðslum.

Athugasemdakerfi og stjörnugjöf.

Fyrir mörg fyrirtæki er áhugavert að bjóða upp á athugasemdir og/eða stjörnugjöf. Það gerir vefinn lifandi og virkar traustvekjandi og hvetjandi á þá sem heimsækja vefinn.

Samskiptavefir (Facebook, Twitter...)

Ef þú heldur úti síðu á samskiptavef er eðlilegt að hafa tengingu inn á þá síðu á heimasíðunni. Enn mikilvægara er þó að hafa hnappa sem gestir geta notað til að deila efni af heimasíðunni, svo sem „Like“ hnappa fyrir Facebook. Það er góð markaðssetning og virkar hvort sem þú notar samskiptavef eða ekki.

Trip Advisor

Líklega áhrifamesti ferðavefur heims í dag! Ef þú hefur fengið jákvæða umsögn á Trip Advisor er sjálfsagt að hafa tengingu á heimasíðunni inn á þá umsögn og hvetja gesti til að skoða hana og/eða skrifa nýja.

 

Fyrir frekari upplýsingar um þau kerfi sem hér eru nefnd bendum við á kaflann Joomla veflausnir.

Fyrir ráðleggingar um markaðssetningu bendum við á kaflann Markaðssetning á netinu.

 

Til baka á forsíðu

Joomla veflausnir

Joomla kerfin bjóða upp á frábærar lausnir á mörgum sviðum.

Póstlistakerfi, pöntunarkerfi, bókunarkerfi, vörulistar, myndagallerí, innri vefir, spjalltorg, markaðstorg, kerfi fyrir matreiðsluvefi, samskiptavefi og margt fleira...

Skoða ...

Vefsíðuleiðarvísir

Prýðilegt hjálpartæki ef þú ert að velta fyrir þér nýrri heimasíðu eða þarft að endurnýja gamla!

Þú færð hugmyndir og góða yfirsýn yfir möguleikana.

Skoða