Fyrstu hughrif skipta máli í þessari starfsemi og þess vegna er nauðsynlegt að huga vel að forsíðu heimasíðunnar. Hún þarf að vera aðlaðandi, hafa karakter verslunarinnar, og vera þægileg í uppfærslu svo að auðvelt sé að halda síðunni lifandi.

Greina þarf þær upplýsingar sem reglulega þarf að skipta um á forsíðu, svo sem um nýjar vörur, vinsælar vörur, útsölur, tilboð eða annað, og hafa hliðsjón af þeirri greiningu við hönnun.

Kynning á vörum

Það er mun áhrifameira að kynna hverja vöru fyrir sig en að láta nægja almennar lýsingar á vörutegundum. Sú aðferð gefur líka fleiri tækifæri til að ná árangri á leitarvélum. Það er því fyllilega þess virði að setja a.m.k. einhvern hluta af þeim vörum sem eru á boðstólum á vefinn.

Hægt er að notast við greinakerfi eða fréttakerfi til að kynna einstakar vörur en mun betri lausn er að nota vörukerfi sem er sérstaklega smíðað í þessum tilgangi. Slík kerfi hafa þann kost að vera fljótlegri í uppfærslu og skapa auk þess ákveðið útlitssamræmi á síðunni.

Hér koma tvenns konar lausnir til greina: Vefverslunarkerfi og Vörulistakerfi.

Vefverslunarkerfi. Með því að setja upp vefverslun getur þú leyst málið fullkomlega - og skapað þér möguleika á aukinni sölu í leiðinni.

Jafnvel þótt þú hafir ekki í hyggju að selja vörur á netinu getur verið skynsamlegt að nota vefverslunarkerfi til kynningar, eða sem pöntunarkerfi, og eiga möguleika á að breyta því í fullkomna vefverslun síðar.

Vörulistakerfi. Fyrir þau fyrirtæki sem ekki hafa hug á vefverslun er leitarvélamiðað vörulistakerfi besta lausnin. Slík lausn er ódýrari og býður upp á skemmtilega framsetningu á textum og myndum.

Nauðsynlegt er að ákveða í byrjun hvernig vörukynningum skuli háttað.

Ef vörulistakerfi verður fyrir valinu verður heimasíðan smíðuð að miklu leyti með hliðsjón af kerfinu. Ef vefverslun verður ofan á er í mörgum tilfellum ekki þörf á sérstakri heimasíðu, góð vefverslunarkerfi gefa möguleika á margs konar kynningum og auk þess viðbótarköflum fyrir ýmsar upplýsingar.

 

Aðrar veflausnir sem gott er að hafa í huga

Kerfi fyrir leitarvélabestun

Þega farið er í gerð nýrrar heimasíðu er bæði skynsamlegt og hagkvæmt að ganga frá grundvallar leitarvélabestun í leiðinni og leggja þannig drög að sterkri stöðu á netinu til framtíðar.

VK hugbúnaður býður upp á sérstaklega leitarvélabestaðar heimasíður sem eru til þess hugsaðar að leysa þetta mál með hagkvæmum hætti.  Með þessum síðum fylgir bestunarkerfi sem m.a. aðlagar ýmsa hluta vefkerfisins sjálfvirkt að leitarvélum og auðveldar vinnslu metaupplýsinga.

Með síðunum fylgir einnig ráðgjöf sem gerir það mögulegt fyrir þig sjálfa/n (eða einhvern frá þínu fyrirtæki) að viðhalda leitarvélabestun á síðunni í framhaldinu.

Fréttabréfakerfi

Hreinlega ómissandi fyrir verslanir! Góður póstlisti býður upp á frábæra möguleika til markaðssetningar og það er þess virði að setja upp öflugt kerfi sem hjálpar þér að nýta þessa möguleika til fulls.

Með góðu fréttabréfakerfi getur þú stjórnað útliti á fréttabréfinu, haldið utan um mismunandi hópa viðskiptavina, innfellt persónulegar upplýsingar hvers notanda fyrir sig með sjálfvirkum hætti og innfellt efni af heimasíðunni svo eitthvað sé nefnt.

Myndagallerí

Sterk myndræn framsetning er mikilvæg fyrir margar vörutegundir. Gott myndagallerí sem hægt er að skipta niður í möppur eftir efni getur hentað mörgum tegundum verslana.

Vídeókerfi

Vídeó er áhrifaríkur miðill. Það getur verið góð hugmynd fyrir fyrirtæki sem eiga kynningarmyndbönd að setja þau á vefinn.

Samskiptavefir (Facebook, Twitter...)

Ef þú heldur úti síðu á samskiptavef er eðlilegt að hafa tengingu inn á þá síðu á heimasíðunni. Enn mikilvægara er þó að hafa hnappa sem gestir geta notað til að deila efni af heimasíðunni, svo sem „Like“ hnappa fyrir Facebook. Það er góð markaðssetning og virkar hvort sem þú notar samskiptavef eða ekki.

Aðgangsstýring

Stundum er nausynlegt að veita mismunandi hópum viðskiptavina mismunandi tegundir upplýsinga. Þetta á ekki síst við um innflutnings- og heildsöluverslanir. Hægt er að leysa þessi mál með Joomla lausnum eða lausnum innan vefverslunarkerfa.

 

Fyrir frekari upplýsingar um þau kerfi sem hér eru nefnd bendum við á kaflann Joomla veflausnir.

Fyrir ráðleggingar um markaðssetningu bendum við á kaflann Markaðssetning á netinu.

Í kaflanum um vefverslanir er að finna greinargóðar upplýsingar um lausnir á því sviði

 

Joomla veflausnir

Joomla kerfin bjóða upp á frábærar lausnir á mörgum sviðum.

Póstlistakerfi, pöntunarkerfi, bókunarkerfi, vörulistar, myndagallerí, innri vefir, spjalltorg, markaðstorg, kerfi fyrir matreiðsluvefi, samskiptavefi og margt fleira...

Skoða ...

Vefsíðuleiðarvísir

Prýðilegt hjálpartæki ef þú ert að velta fyrir þér nýrri heimasíðu eða þarft að endurnýja gamla!

Þú færð hugmyndir og góða yfirsýn yfir möguleikana.

Skoða